Skemmdir unnar á golfsvæði

„Þeir mega koma og sækja kúbeinið,“  segir Arnór Jón Sveinsson vélamaður hjá Golfklúbbi Akureyrar, en í vikunni voru skemmdarvargar á ferð á golfvellinum í þriðja sinn í sumar.  Arnór fann kúbein austan við vélaskemmuna sem að líkindum hefur verið notuð til að  opna gáma sem á svæðinu eru.

Steindór Ragnarsson vallarstjóri segir að töluverðar skemmdir hafi verið unnar á svæðinu, brotist var inn í bíl sem og einnig inn í kúluvél sem er á æfingasvæðinu.  Þá voruskemmdir unnar á golfbíl og brotist inn á tvo gáma við vélageymsluna.  Þar eru skápar fyrir félagsmenn og voru um eða yfir þrjátíu hurðir brotnar upp.  „Það var engu stolið, einungis unnin skemmdarverk,“ segir Steindór. 
Þetta er í þriðja sinn sem  óboðnir gestir eru á ferðinni á golfvellinum við Jaðar að næturlagi í sumar og vinna skemmdir.  Steindór segir það afskaplega ömurlegt að hugsa til þess að fólk geri sér slíkt  að leik.  Hann segir að nú sé unnið að úrbótum og öryggismál á golfvallasvæðinu séu til skoðunar. 

Nýjast