Skeljungur styður AHF

Í síðustu viku undirrituðu forsvarsmenn Akureyri Handboltafélags og Skeljungs samning sem felur í sér að Skeljungur styður við bakið á AHF. Hversu veglegur stuðningurinn fer algjörlega eftir því hversu duglegir stuðninsmenn liðsins verða við bensínkaup hjá Skeljungi.

Samningurinn felur nefnilega í sér að þegar stuðningsmenn Akureyrar versla eldsneyti með Staðgreiðslukorti Skeljungs fá þeir sérstök vildakjör hjá Shell og Orkunni um land allt. Þar að auki greiðir Skeljungur tvær krónur til Akureyrar Handboltafélags fyrir hvern keyptan eldsneytislítra. Stuðningsmenn þurfa að gæta þessa að tilgreina að þeir séu í stuðningsmanna hópi Akureyrar þegar þeir sækja um Staðgreiðslukortið.

Nýjast