Niðurskurðurinn getur einnig sett öryggi starfsfólks í hættu með ófyrirséðum afleiðingum. Dýrmæt færni, þekking og reynsla getur tapast við það niðurrif sem sparnaðurinn kemur til með að hafa á landsbyggðina. Allt stefnir í lokun deilda eða stofnanna ef fram heldur sem horfir. Sjúkraliðar hvetja stjórnvöld til að endurskoða sparnaðaráfrom sín, með það fyrir augum, að svo harkalegar aðgerðir lendi ekki á þeim sem síst skyldi, segir ennfremur í ályktuninni.