Aðalmenn í stjórn eru Ragnhildur Hjaltadóttir, Sigrún Þorláksdóttir og Sigurður Bjarnason, varamenn eru Stella Gunnarsdóttir, Magnús Þór Bjarnason og Þorgerður G. Einarsdóttir. Sigurður Bjarnason var kosinn formaður ráðsins og Ragnhildur Hjaltadóttir ritari. Á íbúafundinum var einnig rædd reynslan af sameiningu Grímseyjar og Akureyrar nú þegar ár er liðið frá sameiningu. Ríkti almenn ánægja á meðal íbúa með sameininguna. Fundinn sátu Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjarstjórnar, og Sigríður Stefánsdóttir, tengiliður Akureyrarbæjar við Grímsey. Að loknum íbúafundi kom nýkjörið hverfisráð saman til síns fyrsta fundar. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.