Þór byrjaði leikinn af krafti og sótti hart að gestunum án þess þó að skapa sér færi. En á 19. mínútu tók Hreinn Hringsson góðan sprett upp vinstri kantinn og gaf boltann fyrir þar sem Ármann Pétur Ævarsson afgreiddi boltann í netið og kom Þór í 1-0. Hreinn Hringsson var svo aftur á ferðinni sex mínútum síðar og gaf eitraða sendingu fyrir og Ibra Jagne gerði engin mistök þegar hann skallaði boltann í netið. Staðan í hálfleik 2-0 Þór í vil.
KS/Leiftur náði að minnka munninn á 61. mínútu með marki frá Gabríel Reynissyni. Á 71. mínútu var Sigurbjörn Hafþórsson leikmaður KS/Leiftur rekinn af velli eftir brot á Atla Sigurjónssyni sem var nýkominn inn á sem varamaður og KS/Leiftur því einum færri síðustu 20 mínúturnar. En þeir gáfust ekki upp og náðu að jafna metin á 75. mínútu og aftur var það Gabríel Reynisson sem skoraði fyrir gestina. En Alexandar Linta tryggði Þór sigurinn tveimur mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 3-2 fyrir Þór.