Siglingavertíðin hófst á dögunum þegar Opnunarmótið í siglingum var haldið í Kópavogi. Tveir liðsmenn frá Nökkva tóku þátt í mótinu, þeir Gauti Elfar Arnarson og Gunnar Úlfarsson. Báðir gerðu þeir gott mót en Gauti sigraði í opnum flokki í Laser og Topper Topas en Gunnar sigraði í Optimist A.