Þór/KA leikur sinn síðasta heimaleik í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld er liðið fær FH í heimsókn á Þórsvöll kl. 18:00. Þór/KA situr í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig en getur með sigri í kvöld komist í annað sætið. FH situr í næstneðsta sæti með 14 stig og er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og munu leikmenn liðsins eflaust selja sig dýrt í leiknum. Leikurinn í kvöld verður sá fyrsti undir stjórn Viðars Sigurjónssonar, sem tók við þjálfarastarfi Þórs/KA af Dragan Stojanovic.