Að sýningu lokinni á Akureyri mun Portrett Nú! halda ferðalagi sínu áfram um Norðurlönd. Í janúar 2011 verður hún sett upp í Tikanojas konsthem í Vaasa í Finlandi. Þá taka Norðmenn við þar sem sýningin verður sett upp í Norsk Folkemuseum í Osló í apríl 2011. Listasafnið á Akureyri er opið á laugardag og sunnudag frá klukkan 12 til 17.
Þann 15 janúar 2011 opnar safnið á ný með samsýningu listamannanna Sigtryggs Baldvinssonar og Þorra Hringssonar.