Sara Ómarsdóttir til liðs við Þór/KA

Markvörðurinn Sara Ómarsdóttir gekk í dag til liðs við úrvalsdeildarlið Þórs/KA frá Draupni sem leikur í 1. deild. Sara mun fá það verkefni að fylla skarð Berglindar Magnúsdóttur, sem meiddist í leik Þórs/KA gegn Grindavík á dögunum. Ekki er vitað hversu lengi Berglind verður frá vegna meiðslanna.

Sara er 28 ára gömul og hefur leikið með liðum eins og Grindavík, Reyni í Sandgerði og Draupni. Í stuttu samtali við heimasíðu Þórs í dag segist Dragan Stojanovic, þjálfari Þórs/KA, vera afar ánægður með að hafa fengið Söru til liðs við félagið enda góður markvörður á ferð.

Nýjast