Félagsmálaráð hefur ennfremur samþykkt fyrir sitt leyti, beiðni Kristínar Sigursveinsdóttur framkvæmdastjóra búsetudeildar um breytingu á fjárhagsáætlun vegna þjónustusamnings um málefni fatlaðra, og vísað málinu til bæjarráðs. Annars vegar er um að ræða hækkun á tekjuáætlun og hins vegar vegna nýs verkefnis sem bættist við á árinu.