Eitt þeirra var undir kostnaðaráætlun, en hún hljóðaði upp á 295,8 milljónir króna. Lægst tilboðið var frá fyrirtækinu Fashion Group ehf. í Garðabæ, 282,3 milljónir króna, næstlægsta boðið var frá SS-Byggi , tæpar 313,7 milljónir. Farið var yfir tilboðin á fundi stjórnar fasteigna á föstudag og niðurtaðan sú að ganga til samninga við Hyrnu.
Miklar framkvæmdir standa nú yfir á félagssvæði Þórs en þar fer Landsmót UMFÍ fram næsta sumar, en fyrir þann tíma verður búið að byggja upp frjálsíþrótta- og knattspyrnuvöll við Hamar og nýja stúku vestan við félagsheimilið.