Sameining þriggja félagsmiðstöðva hefur tekist vel

Félagsmiðstöðvar unglinga sem starfræktar voru í Brekkuskóla, Lundarskóla og Oddeyrarskóla, voru sameinaðar í eina sumarið 2007 og hefur hún verið staðsett í Rósenborg. Um var að ræða tilraunaverkefni, sem tekist hefur vel.  

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála og Hlynur Birgisson umsjónarmaður félagsmiðstöðvar mættu á síðasta fund samfélags- og mennréttindráðs og kynntu niðurstöður tilraunarinnar. Fram kom að sameiningin hefur tekist vel og í ljósi þeirra niðurstaðna samþykkti samfélags- og mannréttindaráð að þessu fyrirkomulagi verði haldið áfram.

Nýjast