Sala á vetrarkortum í Hlíðarfjall er hafin

Sala á vetrarkortum á skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er hafin í miðasölu Menningarhússins Hofs á Akureyri. Sérstök tilboðsverð bjóðast á vetrarkortum í miðasölu Hofs fram að opnun skíðasvæðisins; 22.000 kr. fyrir fullorðna og 8.000 kr. fyrir börn. Snjóframleiðsla hófst í Hlíðarfjalli í síðustu viku og vonir standa til að hægt verði að opna skíðasvæðið um miðjan nóvember ef þokkalegur kuldi helst í Eyjafirði.  

Aðrar nýjungar í Hlíðarfjalli þennan vetur eru að reist hefur verið sérstakt nestishús sem tekur 50-60 manns í sæti og einnig verður tekin í notkun ný byrjendalyfta í Hólabraut. Það verður til þess að létta á biðröðum sem oft og tíðum hafa myndast við Hólabrautarlyftuna. Þá hefur skíðaleigan einnig verið stækkuð til að anna síaukinni eftirspurn eftir leigubúnaði.

Nýjast