Um þessar mundir er þess minnst að 60 ár eru liðin frá þeim atburði. Geysisslysið markaði tímamót í sögu björgunarsveita á Íslandi, í kjölfar þess var fjöldi björgunarsveita stofnaður, m.a. Flugbjörgunarsveitin á Akureyri, en Magnús er einn af stofnendum hennar, og Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík. Báðir eru þeir Magnús og Guttormur meðlimir hennar. Faðir Guttorms var jafnframt í björgunarhópnum sem fyrstur komst að Geysi á Bárðarbungu.