Saga Geirdal Jónsdóttir leikkona hefur marga fjöruna sopið á löngum ferli og segist hvergi nærri hætt þótt aldurinn færist yfir. Hún vinnur nú ásamt öðrum að undirbúningi fyrir 100 ára afmæli Leikfélags Akureyrar og kennir einnig eldra fólki framsögn og tjáningu.
Vikudagur kíkti í heimsókn til Sögu og spjallaði við hana um leiklistina, lífið og tilveruna en nálgast má viðtalið í prentútgáfu blaðsins.