Sæludagur í sveitinni haldinn á laugardaginn

Næstkomandi laugardag, þann 31. júlí, verður Sæludagur í  sveitinni haldinn hátíðlegur í Hörgársveit. Frá klukkan ellefu um morguninn fram að miðnætti verður þétt og fjölbreytt dagskrá um alla sveitina. Dagskráin hefst á Möðruvöllum þar sem m.a. verður keppt í „sveita-fitness". Frá klukkan 15 verður svo dagskrá á Hjalteyri, þar sem m.a. ýmis nýstárleg keppni fer fram. Þar lýkur dagskránni með dansleik í fiskverkunarhúsinu.

Aðrir staðir sem koma við sögu á Sæludeginum eru Syðri-Reistará, Fornhagi, Hraun, Ytri-Brennihóll og Arnarnes. Dagskrána í heild má nálgast á www.horgarbyggd.is.

Nýjast