Einn leikur fer fram á Íslandsmóti karla í íshokkí í kvöld en þá sækja SA Víkingar Bjarnarmenn heim í Egilshöllina og hefst leikurinn kl. 18:30.
Víkingar hafa 15 stig í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum frá toppliði SR og því geta norðanmenn minnkað forskot SR á toppnum niður í eitt stig með sigri í kvöld. Björninn hefur ellefu stig í þriðja sæti.