Leikmenn Bjarnarins komu tvíefldir inn í annan leikhluta og minnkuðu muninn í 3:1 eftir fjögurra mínútna leik. SA skoraði fjórða mark sitt þegar annar leikhluti var hálfnaður og staðan 4:1. Leikmenn Bjarnarins gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í 4:2 fimm mínútum síðar. Þeir voru varla búnir að fagna markinu þegar þeir skoruðu þriðja markið. Staðan skyndilega 4:3 og þannig stóðu leikar fyrir þriðja leikhluta.
Þriðji leikhlutinn var rétt tveggja mínútna gamall er Rúnar Freyr Rúnarsson kom SA í 5:3. Rúnar Freyr var svo aftur á ferðinni skömmu síðar og skoraði annað mark sitt í leiknum og sjötta mark SA eftir laglega sókn heimamanna.
Lokatölur því 6:3 sigur SA Víkinga sem fara vel af stað á Íslandsmótinu.