Einn leikur fer fram á Íslandsmóti karla í íshokkí kvöld en þá eigast við SA Jötnar og SR í Skautahöll Akureyrar. Leikurinn er á heldur óvenjulegum tíma eða klukkan 22:00. Bæði lið hafa þrjú stig í deildinni, en Jötnarnir hafa leikið einum leik meira.
Liðin mættust í fyrstu umferðinni og þá höfðu Jötnarnir betur á útivelli og því munu SR-ingar eflaust mæta grimmir til leiks. Liðin eigast einnig við á morgun, laugardag, og hefst leikurinn um 19:45 eða þegar leik SA Ynja og Bjarnarins líkur í kvennaflokki, en sá leikur hefst kl. 17:00.