Rúnar Freyr Rúnarsson leikmaður SA, er hættur við að hætta og verður áfram með liðinu í vetur á Íslandsmótinu í íshokkí. Rúnar gaf það út eftir að SA varð Íslandsmeistari í vor að sennilega myndi hann leggja skóna, eða öllu heldur skautana á hilluna.
„Þetta kemur bæði útaf þrýstingi frá liðsfélögunum og svo hef ég mun meiri tíma núna heldur en í fyrra og ákvað að láta slag standa,” segir Rúnar. SAVíkingar leika sinn fyrsta leik í vetur í Skautahöll Akureyrar á laugardaginn kemur er liðið tekur á móti Birninum.
Nánar verður fjallað um Íslandsmótið í íshokkí í Vikudegi nk. fimmtudag.