Hver rúða í biðskýli SVA kostar yfir 50 þúsund krónur, þannig að hér er um nokkurt tjón að ræða. Það er ekkert nýtt að skemmdir séu unnar á biðskýlum SVA. Í byrjun árs voru allar rúðurnar fimm í biðskýli SVA við spennistöð Norðurorku í Þingvallastræti brotnar og ein rúða til viðbótar í öðru skýli við götuna. Tjónið þá nam um 330 þúsund krónum.