“Rjúfum þögn ráðamanna og göngum til lýðræðis”

Boðað hefur verið til kyndilgöngu á Akureyri á morgun, laugardaginn 25. október, undir yfirskriftinni; Rjúfum þögn ráðamanna og göngum til lýðræðis. Skorað er á fólk að mæta fyrir framan Samkomuhúsið kl. 16.00 en þaðan verður blysför á Ráðhústorg.  

"Hittumst og sýnum að við höfum rödd, sýnum að við stöndum saman, sýnum hvert öðru samhyggð og finnum að við erum ekki ein - við finnum til. Krafan er einföld og þverpólitísk. Rjúfum þögn ráðamanna. Hefjumst handa við að byggja upp samfélag þar sem mannauður er í fyrirrúmi, samfélag sem byggist á samkennd og allir eiga hlutdeild að," segir m.a. í tilkynningu til fjölmiðla. Á Ráðhústorgi mun fólk úr öllum stigum samfélagsins taka til máls, tónlist verður leikin og eru væntanlegir þátttakendur hvattir til að mæta með kakóbrúsann. 

Nýjast