Reiðmaðurinn – námskeiðsröð fyrir áhugafólk um reiðmennsku

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, í samvinnu við Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda, opna nú fyrir nýja námshópa í áfangaskipt tveggja ára nám í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi. Námið sem kallast Reiðmaðurinn má taka með vinnu og er hugsað fyrir áhugafólk eldra en 16 ára sem hefur áhuga á að bæta sína reiðmennsku og þekkingu á hrossarækt.  

Verkleg kennsla fer fram ca. eina helgi í mánuði frá september og fram í apríl. Bóklegt nám er tekið samhlið í gegnum námsvef skólans. Reiðmaðurinn var boðinn fram fyrst árið 2008 og útskrifaðist sá hópur í vor. Nú í haust verður námið boðið fram á fimm nýju stöðum, þ.e. á Héraði, Akureyri, Borgarnesi, Hafnarfirði og Flúðum. En fyrir eru námshópar á Hellu og í Hestamiðstöðinni Dal sem væntanlega útskrifast næsta vor. Fjölmargir kennarar koma að verklegri kennslu en ábyrgðarmaður námsins er tamningameistarinn Reynir Aðalsteinsson. Allar upplýsingar um námsfyrirkomulag og verð má finna á heimasíðu skólans, www.lbhi.is/namskeid undir Reiðmaðurinn. Einnig veitir Ásdís Helga Bjarnadóttir verkefnisstjóri upplýsingar um netfangið endurmenntun@lbhi.is

Nýjast