Nú rétt í þessu var verið að velja lið umferða 13-18 í Landsbankadeild kvenna. Framherjar Þórs/KA þær Rakel Hönnudóttir og Mateja Zver voru báðar valdar í liðið enda stóðu þær sig frábærlega seinasta hluta mótsins.
Í þessum sex leikjum sigraði Þór/KA í 4 leikjum gerði 1 jafntefli og tapaði 1 leik. Liðið skoraði 23 mörk eða 3,8 að meðaltali í leik og skoruðu þær Rakel (10) og Mateja (9) samtals 19 af þeim mörkum sem liðið gerði.
Ekki nóg með að þær tvær stöllur hafi hlotið þessa viðurkenningu heldur voru stuðningsmenn Þórs/KA valdir þeir bestu í þessum umferðum og er þetta enn ein rósin í hnappagat liðsins.