Rafmenn sjá um þjónustu við fjarskiptakerfi Mílu á Akureyri

Raflagnafyrirtækið Rafmenn hefur með samningi við Mílu tekið að sér að sjá um þjónustu við fjarskiptakerfi Mílu á Akureyri og nágrannasveitum. Hjá Mílu á Akureyri starfa 10 manns og hefur þeim verið boðið starf hjá Rafmönnum en þar eru fyrir 35 starfsmenn. Samkvæmt samningnum munu starfsmenn Rafmanna meðal annars sjá um allar nýlagnir, tengingar og viðgerðir á svæðinu. Míla mun áfram sinna uppbyggingu á fjarskiptaneti sínu, viðhaldi þess, bilagreiningu og fleiru. Míla mun einnig sjá um þjálfun þeirra starfsmanna Rafmanna sem starfa munu við fjarskiptanetið. Með samningnum verður til umfangsmikil þekking á fjarskiptamálum á Akureyri og þjónusta við kerfið verður bæði örugg og skilvirk, segir m.a. í fréttatilkynningu.

Nýjast