Ráðhústorgið á Akureyri, sem var þökulagt í skjóli nætur fyrir verslunarmannahelgi, er orðið grátt á ný en
í dag voru þökurnar fjarlægðar af torginu. Það var Sigurður Guðmundsson verslunarmaður í göngugötunni sem stóð
fyrir framkvæmdinni, þar sem hann vildi grænni bæ.
Þökurnar voru lagðar án leyfis bæjaryfirvalda en þar á bæ var ákveðið að þær fengju að vera á torginu fam
yfir verslunarmannahelgi. Þökulagt Ráðhústorgið vakti mikla hrifningu meðal bæjarbúa og gesta.