Pollamót Þórs og Icelandair hófst á Þórsvelli kl. 8:00 í morgun og er nú haldið í 22. sinn. Að þessu sinni eru 63 lið skráði til leiks þ.e. þrjár deildir hjá körlunum, Pollar, Lávarðar og Öðlingar, samtals 48 lið. Hjá konunum er leikið í tveimur deildum þ.e. Skvísur og Ljónynjur samtals 15 lið.
Á morgun, laugardag verður blásið til leiks í fyrstu leikjum dagsins kl. 09:30 og lýkur mótinu með úrslitaleikjunum sem fram fara á Þórsvellinum. Eins og venja er til verður margt annað til gamans gert á Pollamótinu og eru ýmislegar uppákomur sem eiga koma til móts við yngri kynslóðarinnar sem ekki er enn orðin gjaldgeng á mótinu, sem keppendur. Meðal atriða á föstudeginum er: Uppblásinn fótboltavöllur, hoppu kastalar, Lilli klifurmús sprellar með börnunum, Sirkus Artica mætir á svæðið og Trúbator spilar á pallinum
Meðal skemmtiatriða á laugardeginum er: Flugvél frá Icelandair flýgur yfir svæðið og dreifir nammi, uppblásinn fótboltavöllur, hoppukastalar, Lilli klifurmús mætir á svæðið, Sirkus Artica, trúbator og Einar einstaki töframaður
Mótinu lýkur svo kl. 18:00 með Góðgerðarleik Amnesty International og Icelandair á Þórsvelli, þar sem Old boys lið Þórs og Úrvalslið Amnesty etja kappi á Þórsvelli.
Dagskrá kvöldsins á laugardag:
21:00 Verðlaunaafhending.
22:00 Óskar Pétursson tekur nokkur lög.
22:30 Gjafabréf Icelandair dregin út.
23:00 Þórsbandið.
Veislustjóri: Gísli Einarsson.