Páll Viðar Gíslason verður áfram með Þórsliðið

Páll Viðar Gíslason verður áfram þjálfari meistaraflokks Þórs í knattspyrnu, en þetta staðfestir Unnsteinn Jónsson formaður knattspyrnudeildar félagsins við Vikudag. Unnsteinn segir einnig vonast eftir því að Hreinn Hringsson verði áfram aðstoðarþjálfari liðsins.

„Það er vilji okkar að halda þessum sama mannskap og hafa stöðuleika í þessu. Það er mikill kostur,” segir Unnsteinn. Eins og kunnugt er leikur Þór í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Nýjast