Örvar Samúelsson og Halla Berglind Arnarsdóttir sigruðu á Meistaramóti Golfklúbbs Akureyrar sem fram fór á Jaðarsvelli sl. helgi. Alls kepptu 128 manns í tólf flokkum á mótinu. Örvar sigraði í meistaraflokki karla á 293 höggum, í öðru sæti varð Ólafur Gylfason á 307 höggum og Þorvaldur Jónsson varð þriðji á 312 höggum. Halla Berglind sigraði í meistaraflokki kvenna á 365 höggum, í öðru sæti varð Stefanía Kristín Valgeirsdóttir á 384 höggum og Petrea Jónasdóttir varð þriðja á 399 höggum.
Í fyrsta flokki karla sigraði Jón Orri Guðjónsson á 322 höggum en Anna Einarsdóttir í kvennaflokki á 404 höggum. Í öðrum flokki karla sigraði Pétur Stefánsson á 351 höggi en Brynja Herborg Jónsdóttir sigraði í kvennaflokki á 454 höggum. Í þriðja flokki karla sigraði Egill Heinesen á 398 höggum og í fjórða flokki var það Ægir Jóhannsson sem bar sigur úr býtum á 402 höggum. Í öldungaflokki sigraði Guðný Óskarsdóttir í flokki 50 ára og eldri á 292 höggum, Viðar Þorsteinsson sigraði í flokki 55 ára og eldri á 251 höggi, Þyrí Þorvaldsdóttir sigraði í flokki 65 ára og eldri á 343 höggum og í flokki 70 ára og eldri sigraði Valberg Ingvarsson á 303 höggum.
Í unglingaflokki var það Tumi Hrafn Kúld sem sigraði í flokki 14 ára og eldri drengja en Stefanía Elsa Jónsdóttir sigraði í flokki stúlkna. Í byrjendaflokki var það Gunnar Finnsson sem sigraði í flokki drengja en Bára Alexandersdóttir í flokki stúlkna.