Vesna Smiljkovic þeystist upp vinstri kantinn og sendi boltann fyrir markið, þar sem Rakel Hönnudóttir tók við honum og skallaði boltann snyrtilega í netið og kom Þór/KA í 1:0. Aðeins fjórum mínútum síðar skallaði Arna Sif Ásgrímsdóttir boltann í netið eftir hornspyrnu frá Mateju Zver og kom Þór/KA í 2:0. Áfram héldu heimastúlkur að bæta við mörkum. Vesna Smiljkovic nýtti sér mistök Sonný Láru Þráinsdóttur í marki Haukanna, er hún missti boltann úr fanginu í teignum og Vesna skaut boltanum í autt markið. Þór/KA skoraði svo fjórða mark leiksins aðeins tveimur mínútum síðar. Það kom eftir samspil Vesnu og Rakel Hönnudóttir, Rakel skallaði boltann í netið eftir sendingu frá Vesnu, líkt og í fyrsta markinu. Staðan orðin 4:0.
Haukastúlkur náðu að minnka muninn eftir tæplega hálftíma leik er þær fengu dæmda vítaspyrnu. Rebecca Ann Wise fór á vítapunktinn og skoraði af öryggi. Áður en dómarinn hafði flautað til hálfleiks hafði Vesna Smiljkovic bætt við fimmta marki Þórs/KA. Staðan í hálfleik því 5:1.
Þrátt fyrir yfirburða stöðu í hálfleik var Þór/KA ekkert að slaka í seinni hálfleik og hreinlega óðu í færum. Það er hreint með ólíkindum að þær hafi ekki náð að skora mark í seinni hálfleik, færin voru svo sannarlega fyrir hendi. Lokatölur, 5:1 sigur Þórs/KA.