Þór/KA gaf tóninn strax í byrjun á Þórsvelli og fyrsta markið skoraði Vesna Smiljkovic á 2. mínútu leiksins er hún fékk stungusendingu inn fyrir vörn FH frá Örnu Sif Ásgrímsdóttir og Vesna afgreiddi boltann örugglega í netið. Rakel Hönnudóttir fékk svo dauðafæri til þess að auka muninn í tvö mörk á 24. mínútu er hún skaut boltanum framhjá markinu ein á móti markmanni. Mateja Zver fékk svo svipað færi þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en líkt og Rakel skaut hún boltanum framhjá markinu og Þórs/KA stúlkur klaufar að nýta ekki færin.
Eitthvað hlaut undan að láta og annað mark heimamanna leit dagsins ljós tveimur mínútum fyrir leikslok en það gerði Danka Podavac með glæsilegu marki tveimur mínútum fyrir leikslok, er hún skoraði með fallegu skoti í samskeytin fjær vinstra megin á vellinum. Væntanlega var boltinn frekar sending en skot en markið engu að síður glæsilegt. Þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Mateja Zver stórglæsilegt mark, ekki ósvipað markinu hjá Dönku nema hinu megin á vellinum. Aldís Kara Lúðvíksdóttir náði að minnka muninn fyrir FH rétt fyrir leikhlé og staðan 3:1 í hálfleik.
FH missti svo mann útaf þegar þrjár mínútur voru liðnar af leiknum, en þá fékk markaskorari liðsins Aldís Kara Lúðvíksdóttir beint rautt spjald eftir að hafa lagt dómara leiksins vel valinn orð í eyra. Hagur FH-inga versnaði svo ennfrekar er Danka Podavc skoraði fjórða mark Þórs/KA nánast á sömu mínútu. Staðan 4:1. Þór/KA komst svo í 5:1 þegar Ana Rita Andrade Gomes varð fyrir því óláni að skora í eigið mark og það urðu lokatölur leiksins.