Opna Norðlenska um helgina

Akureyri Handboltafélag heldur sex liða æfingamót í Íþróttahöllinni um helgina, Opna Norðlenska mótið þar sem sex liða taka þátt. Um sterkt mót er að ræða en auk heimamanna eru það Fram, Valur, Grótta, FH og Stjarnan sem leika á mótinu. Leikið verður í tveimur riðlum og hefst mótið seinni partinn á morgun, föstudag.

Leikjaplanið er þannig:


Föstudagur 10. september
Kl. 16:30 Akureyri - Grótta
Kl. 18:00 Valur - Stjarnan
Kl. 19:30 Grótta - Fram
Kl. 21:00 Stjarnan - FH

Laugardagur 11. september
Kl. 09:30 Fram - Akureyri
Kl. 11:00 FH - Valur
Kl. 12:30 5 - 6 sæti.
Kl. 14:00 3 - 4 sæti.
Kl. 15:30 1 - 2 sæti 

Nýjast