Töluverður fjöldi fólks var samankominn í miðbæ Akureyrar í nótt og voru skemmtistaðir bæjarins vel sóttir, en
bæjarhátíðin Ein með öllu og hjartað á réttum stað fer nú fram í bænum. Einn var handtekinn fyrir
minniháttar líkamsárás á skemmtistaðnum Sjallanum. Hann gistir nú fangageymslur auk fjögurra annarra sem voru látnir sofa
úr sér sökum ölvunnar. Þá var einn ökumaður tekinn fyrir ölvunarakstur um hálfsjö leytið í morgun á
Borgarbrautinni og var sviptur ökuréttindum á staðnum. Að sögn varðstjóra lögreglunnar á Akureyri var í nógu að
snúast í nótt en allt fór að mestu leyti vel fram.