Tveir menn voru teknir fyrir ölvunarakstur á Akuryeri í nótt. Þá var maður stöðvaður fyrir meintan akstur undir áhrifum
fíkniefna. Að öðru leyti var nóttin nokkuð róleg hjá lögreglu. Eitthvað var þó um pústra í bænum og var m.a.
ráðist á mann í Skipagötunni um kl 02.30. Bifreið hafði næstum ekið á gangandi vegfarendur og skvetti þá einn
maðurinn úr glasi á eftir bifreiðinni. Stukku þá tveir menn út úr bílnum og lömdu manninn í götuna og spörkuðu
árásarmennirnir í hann þar sem hann lá. Þurfti maðurinn að fara á slysadeild og hlaut hann m.a. slæm meiðsli á hendi.