Öll greiðsluþjónusta Byrs unnin á Akureyri

Frá og með áramótum verður öll vinna við greiðsluþjónustu Byrs unnin á Akureyri en þjónustan er í dag unnin á tveimur stöðum, í Reykjavík og á Akureyri.  Markmiðið með þessum breytingum er að auka sérhæfingu og þar með skilvirkni. Mikil þekking og reynsla af greiðsluþjónustu er til staðar meðal starfsmanna á Akureyri og hafa þessar breytingar því engin áhrif á viðskiptavini Byrs.  

Samhliða breytingunum verða ráðnir fleiri starfsmenn til Byrs á Akureyri og hafa þær stöður verið auglýstar. Starfskraftar þeirra sem nú sinna greiðsluþjónustu í Reykjavík verða nýttir í öðrum verkefnum og verður bakvinnsla Byrs þannig styrkt sem skilar sér í enn betri þjónustu til viðskiptavina. Örn Arnar Óskarsson, útibússtjóri á Akureyri segir þekkingu og reynslu vera til staðar, auk þess sem aðstaða í Skipagötu 9 bjóði upp á að bæta við verkefnum. Hlakkar hann og annað starfsfólk á Akureyri til að fást við þetta nýja verkefni.

Nýjast