Ókeypis námskeið um flutning til hinna Norðurlandanna

Undanfarið hefur flutningur Íslendinga til hinna Norðurlandanna aukist til muna. Mikilvægt er að undirbúa sig vel og nú býðst almenningi að sækja námskeið þar sem farið er yfir helstu helstu atriði sem hafa þarf í huga við flutning. Um er að ræða stutt námskeið mánudaginn 18. október kl. 17.30 í Deiglunni á Akureyri.

 

Fulltrúi frá upplýsingaþjónustu Norrænu ráðherranefndarinnar, Halló Norðurlönd, fer yfir atriði eins og skráningu, húsnæðisleit og sjúkratryggingar og fulltrúi frá Eures, evrópsk vinnumiðlun veitir góð ráð varðandi atvinnuleit. Þátttakendum gefst færi á að bera fram spurningar. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Norrænu upplýsingaskrifstofuna á Akureyri. Námskeiðið er ókeypis, öllum opið og hentar öllum þeim sem hyggja á flutning hvort sem er vegna atvinnu, náms eða annarra erindagjörða. Hafa ber í huga að nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið á netfanginu mariajons@akureyri.is eða á Norrænu upplýsingaskrifstofunni í síma 462-7000.

Nýjast