Ófært er um Víkurskarð og frá Grenivík að Víkurskarði

Vegurinn á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar var lokaður í morgun vegna snjóflóðs í Ólafsfjarðarmúlanum en hann hefur nú verið opnaður.  Ófært er um Víkurskarð og frá Grenivík að Víkurskarði. Á Norðaustur-  og Austurlandi er snjóþekja á leiðum í kringum Húsavík, þæfingsfærð á Mývatnsöræfum og stendur mokstur þar yfir. Á Norðvesturlandi er þungfært á Þverárfjalli, þæfingsfærð er út Blönduhlíð og á Siglufjarðarvegi þar stendur mokstur nú yfir. Hálkublettir eru á flestum leiðum þó er hálka í Vatnskarðinu og snjóþekja og éljagangur á Öxnadalsheiði, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Hálka og skafrenningur er á Fjarðarheiði, á Fagradal er snjóþekja og þar stendur mokstur yfir. Hálkublettir og skafrenningur er á Breiðdalsheiði. Snjóþekja og skafrenningur á Oddskarði. Hálkublettir eru meðfram ströndinni frá Fáskrúðsfirði að Hvalnesi. Á Vesturlandi eru hálkublettir frá Borganesi og víða á Snæfellsnesi. Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði og á flestum leiðum þó eru hálkublettir á sunnanverðum Vestfjörðum.

Nýjast