Hornamaðurinn Oddur Gretarsson og markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson leikmenn Akureyrar, voru báðir í eldlínunni í kvöld er Ísland tapaði gegn Svíþjóð, 26:31, á Heimsbikarmótinu í handbolta karla sem fram fer í Svíþjóð.
Oddur skoraði fimm mörk fyrir Ísland og þar af þrjú fyrstu mörk liðsins. Hann var næstmarkahæstur íslenska liðsins ásamt Aroni Pálmarssyni en Sigurbergur Sveinsson var markahæstur með sex mörk.
Sveinbjörn Pétusson kom inn á í mark Íslands undir lok fyrri hálfleiks fyrir Birki Ívar Guðmundsson, sem náði sér ekki á strik. Sveinbjörn átti hins vegar góða spretti á milli stanganna og varði 10 skot.
Ísland mætir Noregi á morgun í leik um þriðja sætið kl. 17:30.