Oddur Gretarsson var á dögunum valinn handknattleiksmaður Akureyrar Handboltafélags árið 2010 en þetta kemur fram á vef félagsins. Oddur verður því fulltrúi félagsins í vali á íþróttamanni Akureyrar fyrir árið 2010 en hann varð í þriðja sæti í fyrra.
Oddur á gott ár að baki þar sem hann vann sér m.a. inn sæti á A-landsliði Íslands og verður með liðinu á HM í Svíþjóð sem hefst á morgun.
Oddur var einnig kjörinn efnilegasti handknattleiksmaður Íslands í lokahófi HSÍ árið 2010 og var ásamt nokkrum félögum
sínum úr Akureyri valinn í úrvalslið umferða 1-7 í N1 deildinni í handbolta í vetur.