Nýjar stúdentaíbúðir teknar til notkunar

Í gær hófst flutningur inn í nýja stúdentagarða Háskólans á Akureyri við Kjalarsíðu 1 a og b. Um er að ræða tvö fjögurra hæða hús sem hýsa alls 40 íbúðir. RES orkuháskóli er með 16 íbúðir á leigu fyrir sína skjólstæðinga en nemendur HA búa í hinum.

Íbúðirnar eru glæsilegar og vel útbúnar með internettengingu og aðgangi að þvottahúsi. Ljóst er að með tilkomu þessara íbúða mun biðlisti nemenda eftir stúdentaíbúð minnka töluvert. Formleg vígsla húsanna verður á morgun, föstudag, kl. 17:00. Enn eru þrjár íbúðir lausar til útleigu fyrir háskólanema og skal senda umsóknir til festa@unak.is.

Nýjast