Nova hefur byggt upp eigið farsíma- og netkerfi og liður í ferkari stækkun fyrirtækisins er opnun þjónustuverslunar í Eymundsson á Glerártorgi á Akureyri. Þar starfa þau Björn Atli Axelsson og Lára Harðardóttir. Fram til þessa hafa viðskiptavinir Nova á landsbyggðinni nýtt sér vefverslun fyrirtækisins á nova.is. Þá heldur 3G þjónustusvæði Nova áfram að stækka. Liður í velgengi Nova er að bjóða lægra verð á farsímum, en með öllum símatilboðum Nova fylgir 2.000 kr. notkun á mánuði í 12 mánuði og í desember fylgir Bíókort Nova - 6X frítt í bíó einnig með öllum símatilboðum. Bíókortið gildir í Borgarbíó Akureyri, segir m.a. í fréttatilkynningu.