Rætt var um kennslu- og námskeiðahald, öryggismál, réttindamál og reglugerðir, mótahald, loftrými og starfsemi svifflugklúbba en svifflug er víðast stundað á íþróttafélagsgrunni og er starfsemin rekin að mestu í sjálfboðavinnu.
Á Íslandi er svifflug stundað á Sandskeiði og Melgerðismelum og fengu fundarmenn tækifæri á föstudaginn að fljúga svifflug um Eyjafjörðinn í góðu veðri og góðum flugskilyrðum. Erlendu gestirnir voru hæstánægðir með þingið og góðar mótttökur.