Nú þegar hafa nokkrir einstaklingar stofnað fyrirtæki eftir að hafa fengið styrk og leiðsögn frá Norðursprotum og án efa eiga fleiri eftir að bætast í hópinn. Markmiðið með Norðursprotum er að stuðla að nýsköpun í atvinnulífi á Norðausturlandi, frá Eyjafirði til Djúpavogs og fjölga þannig atvinnutækifærum á svæðinu. Verkefnið er fjármagnað af samfélagssjóði Alcoa og unnið í samstarfi Alcoa, Háskólans á Akureyri og Impru á Nýsköpunarmiðstöð. Verkefnastjórar Impru veita einstaklingunum ráðgjöf við framsetningu og ritun viðskiptaáætlana og kennarar við viðskipta- og raunvísindadeild HA leggja einnig sitt af mörkum eftir því sem þörf krefur. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember og úthlutun fer fram þann 26. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Óli Hilmisson verkefnisstjóri á Nýsköpunarmiðstöð.