Níunda umferð N1-deildar karla klárast í kvöld

Níunda umferð N1-deildar karla í handbolta klárast í kvöld með tveimur leikjum. Annars vegar eigast við Valur og Selfoss í Vodafonehöllinni kl. 19:30 í botnslag deildarinnar og á Varmárvelli mætast Afturelding og Akureyri kl. 18:30.

Akureyringar eru í toppsæti deildarinnar með 16 stig en Afturelding hefur tvö stig í sjötta sæti. Liðin hafa mæst tvisvar í vetur í deild og bikar og hafa norðanmenn haft betur í bæði skiptin.

Nýjast