Næstkomandi laugardag, þann 26. júní, verður haldið fyrsta mótið af fjórum í golfmótaröðinni 2010 við Þverá í Eyjafjarðarsveit. Leikinn verður höggleikur, engin forgjöf og gilda þrír bestu hringirnir.
Það sem vekur einna mesta athygli eru verðlaunin sem í boði eru á mótinu en sigurvegari mótsins fær heilt naut á fæti í verðlaun, auk bikars.