Tölvukerfið verður rekið í hýsingarsal Símans og er gert ráð fyrir að innleiðingu á þjónustusamningnum verði lokið fyrir 1. október nk. Dr. Kristinn J. Albertsson, forstöðumaður NÍ á Akureyri og Eyþór Ólafur Bergmannsson viðskiptastjóri hjá Símanum undirrituðu samninginn. Kristinn sagði við það tilefni að hann væri mjög ánægður með það að þessi mál væru komin í góða höfn. Upplýsingatækniþjónusta og gagnaflutningur sé orðin mikilvægur þáttur fyrir starfsemina og treystir stofnunin á örugga og góða þjónustu Símans í þessum málaflokki.
Á Náttúrufræðistofnun Íslands í Reykjavík og á Akureyri starfa rúmlega 50 manns við margvíslegar rannsóknir og vöktun á náttúru landsins. Þá sinnir stofnunin ráðgjöf um landnotkun og nýtingu náttúruauðlinda sem og fræðslu til skóla og almennings. Forstjóri stofnunarinnar er Dr. Jón Gunnar Ottóson.