Nágrannaslagur í Skautahöllinni í kvöld

Það verður boðið upp á nágrannaslag í kvöld er SA Jötnar og SA Víkingar eigast við í Skautahöll Akureyrar kl. 19:30 á Íslandsmóti karla í íshokkí. Jötnarnir hafa leikið tvo leiki, unnið einn og tapað einum naumlega og eru til alls líklegir í vetur. Víkingarnir hafa leikið einn leik en þeir unnu Björninn á heimavelli.

Bæði lið hafa þrjú stig fyrir leikinn í kvöld og verður fróðlegt að sjá hvort Jötnarnir nái að standa upp í Víkingunum, en Víkingarnir tefla fram mun sterkara liði. Á sama tíma í kvöld mætast einnig Björninn og SR í Egilshöllinni.

Nýjast