14. október, 2008 - 19:52
Roman Moniak sem gekk til liðs við Þór fyrr í sumar mun ekki leika meira með körfuboltaliði félagsins. Vegna þess erfiða
efnahagsástands sem skapast hefur í landinu var ljóst að erfitt yrði fyrir Þórsara að halda honum enda liðið að draga úr kostnaði
líkt og flest önnur lið landsins.
Um helgina fékk svo Moniak tilboð frá Gimli í Bergen í Noregi sem hann ákvað að taka og er hann farinn til Noregs. „Hann fékk tilboð
frá Noregi sem hann ákvað að taka og það er auðvitað bara gott mál fyrir hann í ljósi þess að það var erfitt fyrir
okkur að halda honum," sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari Þórs.