Hjörtur Narfason, forstöðumaður BM Vallá á Norðurlandi, segir að Möl og sandur verði með söluumboð á steypuhellum frá BM Vallá og reiknar með að almenn steypusala verði kominn á fullt um mánaðarmótin. Aðspurður segir Hjörtur ekki búast við að þeir 17 manns sem misstu vinnunna við gjaldþrot BM Vallá verði ráðnir til starfa. Hann reiknar með að starfsmenn fyrirtæksins verði um 5-6 til þess að byrja með.