„Stemmningin hjá okkur er bara fín og menn eru fullur bjartsýni fyrir leikinn,” segir Óðinn Svan Óðinsson meðlimur í Mjölnismönnum, sem eru dyggir stuðningsmenn karlaliðs Þórs í 1. deildinni í knattspyrnu. Mjölnismenn hafa verið áberandi á heimaleikjum Þórs í sumar og hafa þeir einnig verið duglegir við að fylgja sínum mönnum í útileikina.
Framundan er mikilvægur leikur hjá Þór er Fjarðabyggð kemur í heimsókn á Þórsvöll á laugardaginn kemur, en Þórsarar eygja von um sæti í úrvalsdeildinni. Mjölnismenn ætla ekki að láta sitt eftir liggja í þeim leik. „Við gefumst ekkert upp og munum syngja okkar söngva og hvetja liðið áfram," segir Óðinn.
Nánar er rætt við hann í Vikudegi í dag.